Vönduð athafnabil á lokuðu og vöktuðu svæði í Mosfellsbæ

Bugðufljót

Við Bugðufljót á Tungumelum í Mosfellsbæ rísa nú athafnabil frá 40 m2 og allt að 95 m2 að stærð. Stefnt er að afhendingu fyrstu bila snemma árs 2025 en sala er nú þegar hafin. Bilin eru vandlega byggð á afgirtu svæði með myndavélavöktun ásamt aðgengi að sameiginlegum salernum og inni aðstöðu fyrir bílaþvott eins og best gerist.

Bílaþvottaaðstaða

Aðstaðan er í sameiginlegri nýtingu allra sem eiga bil innan svæðisins og er rekið af húsfélaginu.

Vönduð athafnabil

Bilin að Bugðufljóti eru vandlega byggð ýmist úr forsteyptum einingum eða samlokueiningum frá Límtré Vírnet úr steinull og stáli. Blinduð tengi fyrir neysluvatn eru aðgengileg í hverju bili og eru bilin upphituð með hitaveituofnum. Lóð skilast fullfrágengin, malbikuð og upplýst. Svæðið verður afgirt og aðgangi stýrt í gegnum tvö rafdrifin hlið. Bílastæði í séreign fylgja öllum bilum í formi 35 m2 séreignarsvæðis fyrir utan hvert bil þar sem hægt er að leggja tveimur bílum.

Allt eins og smurð vél

Ísold fasteignafélag byggir bilin að Bugðufljóti en félagið sá einnig um uppbygginu ríflega 160 athafnabila við Brúarfljót, næstu götu við Bugðufljót. Hreiðar Hreiðarsson var á meðal kaupanda í Brúarfljóti og segir hér frá upplifun sinni af kaupunum.

Frábær staðsetning

Bugðufljót er einstaklega vel staðsett og auðvelt aðgengi að svæðinu af Vesturlandsvegi. Skortur er á húsnæði af þessari gerð á austurhluta höfuðborgarsvæðisins.

  • Akstursfjarlægð frá Grafarvogi: 9 mínútur
  • Akstursfjarlægð frá Skeifunni: 14 mínútur
  • Akstursfjarlægð frá Kópavogi: 19 mínútur

Söluaðilar

Leiguaðilar

Fyrir upplýsingar um bil til leigu hafið samband við leiga@bugdufljot.is